Ofnæmi
Hvað er ofnæmi
Ónæmiskerfi er kerfi inn í líkama mannsins sem sér um varnir líkamans gegn óæskilegum efnum t.d. bakteríum og veirum. Til þess að mynda ónæmi fyrir ákveðum sýklum þurfum við að komast í snertingu við hann fyrst. Eftir það byrjar líkamin að greina sýkilin sem framandi efni þ.e. á ekki heima inn í líkamanum. Þegar það er búið byrjar líkaminn að framleiða mótefni gegn efninu og drepur þau. En þanngað til erum við sýkt af sýklunum. Þegar ónæmisvarið er fullmyndað læknumst við og verðum ónæm fyrir honum hugsamlega til lífstíð.
Ofnæmi er þegar vitlaus boð eru send frá ónæmiskerfinu og ráðast mótefni þá gegn hættulausum efnum sem eru þá ofnæmisvaldar. Það mætti segja að ofnæmismitaður maður er með of mikið næmi fyrir ofnæmisvaldanum. Þetta ferli fer á stað þegar ofnæmissjúklingur kemur í snertingu við ofnæmisvaldan, borðar hann eða andar hann að sér. Histamín er efni inn í líkamanum sem oftast er bent við ofnæmis. Histamín er boðefni sem veldur ofnæmisviðbrogðum á borð við kláða, roða og bólgur. Ofnæmi getur einnig verið astmi, exem, ofnæmiskvef o.fl.
Allir geta fengið ofnæmi hvenær sem er og ofnæmi getur komið og farið á mis löngum tíma. Það er algengt að fólk sé með meira en eitt ofnæmi, það er t.d. algengt að fólk hafi bæði astma og exem. Mörg börn vaxa upp úr ofnæmi sínu en sum verða með þau allt sitt líf. Það er til fólk sem hefur lífshættuleg ofnæmi og getur þá ofnæmisvaldurinn verið stórhættulegur.
Ofnæmi fyrir gæludýrum og hvað er hægt að gera
Það sem er oftast ofnæmisvaldur hjá dýrum eru prótein á hárunum/fjöðrum, munnvatn eða þvag gæludýra. Afleiðingarnar á svoleiðis ofnæmi getur valdið óþægjundum í augum og öndunarvegum einnig útbroddum og exem. Börn með astma eru í mikilli hættu að fá ofnæmi fyrir gæludýrum.
Það getur reynst erfitt að hafa ofnæmi við gæludýrum sérstaklega þegar maður á gæludýr. Ástæða fyrir að láta frá sér gæludýr er oft vegna ofnæma. Það er algengara að kettir valda meiri ofnæmi hjá fólki en hundar en sumir hafa meiri ofnæmi fyrir hundum en köttum. Ef reykt er á heimilinu getur það gert ofnæmið verra. Það getur reynst erfitt fyrir fólk að láta frá sér gæludýr vegna ofnæmis. Besta leiðinn til að komast framhjá ofnæmisköstum er að forðast ofnæmisvaldin, en það er ekki alltaf auðvelt þegar kemur að besta vin mannsins. Eftirfarandi atriði getur minnkað ofnæmi en lækna það ekki.
Það sem hægt er að gera til að minna ofnæmi
· Ekki reykja á heimilinu
· Hafðu gæludýralaus svæði inn í heimilinu. Ekki leyfa gæludýrunum að fara upp í sofa og sérstaklega ekki inn í rúm þar sem þú sefur. Þá hefur alltaf griðastað þar sem þú getur jafnað þig á ofnæmiskasti
· Alltaf að hreinsa til. Ef þú ert með teppi skaltu reglulega hreinsa það vel. Passaði þig á að hafa ekki mikið ryk í kringum þig. Forðastu að hafa húsgögn sem safna að sér ryki t.d. koddar, teppi og efnismiklar gardýnur. Ef þú ert með svoleiðis skaltu reglulega hreinsa þau. Helst ekki hafa teppi þar sem dýrin eru oftast vegna þess að teppi safna að sér dauðum húðfrumum.
· Hreinsaðu reglulega hunda/kattarúm.
· Loftaðu reglulega úr. Það er líka gott að hafa loftsíu þar sem dýrin eru oftast.
· Þvoðu dýrin reglulega. Helst einu sinni í mánuði stundum oftar. Hafðu samband við dýralæknir um hve oft er hægt að þrífa hundin því að sumar hundategundir höndla illa miklar baðferðir.
· Prófaður mismunandi meðferðir. Reyndu að finna réttu lyfin sem þú getur notað .
· Ekki vera of fljót að kenna dýrunum um ofnæmi. Látu læknin þinn gera ofnæmispróf áður en þú gefur frá þér dýrið. Stundum koma fram fleiri en ofnæmi en bara dýraofnæmi á sama tíma og getur þá kannski höndlað að hafa dýrið ef þú tekur hin ofnæmisvaldinn í burtu.
Það eru ekki til hunda eða kattategundir sem valda ekki ofnæmi því að öll dýr mynda húðfrumur sem er oftast það sem fólk hefur ofnæmi fyrir. Það eru hinsvegar til hundategundir sem framleiða minni húðfrumur en aðrir. Þetta eru hundar sem hafa einfaldan hárfeld. Það eru því ákveðnar hundategurndir sem er mælt með fyrir fólk sem hefur hundaofnæmi. Einnig eru til kattategundir sem mælt er með fyrir þá sem hafa kattarofnæmi. Það eru kettir sem hafa lítin sem engan feld.
Atriði hér fyrir ofna fannst hjá þessum heimildurm:
Almennt um ofnæmi: http://www.doktor.is/index.php?option=com_d-greinar&do=view_grein&id_grein=4353
Upplýsingar um ofnæmi fyrir dýrum: http://www.humanesociety.org/animals/resources/tips/allergies_pets.html
Ofnæmi fyrir hundum einnig listi yfir tegundir sem mælt er með fyrir fólk með ofnæmi: http://www.hvuttar.net/?h=6864&g=148
Upplýsingar um ofnæmi fyrir dýrum: http://www.netdoctor.co.uk/health_advice/facts/allergypets.htm
Flokkur: Bloggar | 23.2.2010 | 13:48 (breytt kl. 13:53) | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.