Ofnæmi
Hvað er ofnæmi
Ónæmiskerfi er kerfi inn í líkama mannsins sem sér um varnir líkamans gegn óæskilegum efnum t.d. bakteríum og veirum. Til þess að mynda ónæmi fyrir ákveðum sýklum þurfum við að komast í snertingu við hann fyrst. Eftir það byrjar líkamin að greina sýkilin sem framandi efni þ.e. á ekki heima inn í líkamanum. Þegar það er búið byrjar líkaminn að framleiða mótefni gegn efninu og drepur þau. En þanngað til erum við sýkt af sýklunum. Þegar ónæmisvarið er fullmyndað læknumst við og verðum ónæm fyrir honum hugsamlega til lífstíð.
Ofnæmi er þegar vitlaus boð eru send frá ónæmiskerfinu og ráðast mótefni þá gegn hættulausum efnum sem eru þá ofnæmisvaldar. Það mætti segja að ofnæmismitaður maður er með of mikið næmi fyrir ofnæmisvaldanum. Þetta ferli fer á stað þegar ofnæmissjúklingur kemur í snertingu við ofnæmisvaldan, borðar hann eða andar hann að sér. Histamín er efni inn í líkamanum sem oftast er bent við ofnæmis. Histamín er boðefni sem veldur ofnæmisviðbrogðum á borð við kláða, roða og bólgur. Ofnæmi getur einnig verið astmi, exem, ofnæmiskvef o.fl.
Allir geta fengið ofnæmi hvenær sem er og ofnæmi getur komið og farið á mis löngum tíma. Það er algengt að fólk sé með meira en eitt ofnæmi, það er t.d. algengt að fólk hafi bæði astma og exem. Mörg börn vaxa upp úr ofnæmi sínu en sum verða með þau allt sitt líf. Það er til fólk sem hefur lífshættuleg ofnæmi og getur þá ofnæmisvaldurinn verið stórhættulegur.
Ofnæmi fyrir gæludýrum og hvað er hægt að gera
Það sem er oftast ofnæmisvaldur hjá dýrum eru prótein á hárunum/fjöðrum, munnvatn eða þvag gæludýra. Afleiðingarnar á svoleiðis ofnæmi getur valdið óþægjundum í augum og öndunarvegum einnig útbroddum og exem. Börn með astma eru í mikilli hættu að fá ofnæmi fyrir gæludýrum.
Það getur reynst erfitt að hafa ofnæmi við gæludýrum sérstaklega þegar maður á gæludýr. Ástæða fyrir að láta frá sér gæludýr er oft vegna ofnæma. Það er algengara að kettir valda meiri ofnæmi hjá fólki en hundar en sumir hafa meiri ofnæmi fyrir hundum en köttum. Ef reykt er á heimilinu getur það gert ofnæmið verra. Það getur reynst erfitt fyrir fólk að láta frá sér gæludýr vegna ofnæmis. Besta leiðinn til að komast framhjá ofnæmisköstum er að forðast ofnæmisvaldin, en það er ekki alltaf auðvelt þegar kemur að besta vin mannsins. Eftirfarandi atriði getur minnkað ofnæmi en lækna það ekki.
Það sem hægt er að gera til að minna ofnæmi
· Ekki reykja á heimilinu
· Hafðu gæludýralaus svæði inn í heimilinu. Ekki leyfa gæludýrunum að fara upp í sofa og sérstaklega ekki inn í rúm þar sem þú sefur. Þá hefur alltaf griðastað þar sem þú getur jafnað þig á ofnæmiskasti
· Alltaf að hreinsa til. Ef þú ert með teppi skaltu reglulega hreinsa það vel. Passaði þig á að hafa ekki mikið ryk í kringum þig. Forðastu að hafa húsgögn sem safna að sér ryki t.d. koddar, teppi og efnismiklar gardýnur. Ef þú ert með svoleiðis skaltu reglulega hreinsa þau. Helst ekki hafa teppi þar sem dýrin eru oftast vegna þess að teppi safna að sér dauðum húðfrumum.
· Hreinsaðu reglulega hunda/kattarúm.
· Loftaðu reglulega úr. Það er líka gott að hafa loftsíu þar sem dýrin eru oftast.
· Þvoðu dýrin reglulega. Helst einu sinni í mánuði stundum oftar. Hafðu samband við dýralæknir um hve oft er hægt að þrífa hundin því að sumar hundategundir höndla illa miklar baðferðir.
· Prófaður mismunandi meðferðir. Reyndu að finna réttu lyfin sem þú getur notað .
· Ekki vera of fljót að kenna dýrunum um ofnæmi. Látu læknin þinn gera ofnæmispróf áður en þú gefur frá þér dýrið. Stundum koma fram fleiri en ofnæmi en bara dýraofnæmi á sama tíma og getur þá kannski höndlað að hafa dýrið ef þú tekur hin ofnæmisvaldinn í burtu.
Það eru ekki til hunda eða kattategundir sem valda ekki ofnæmi því að öll dýr mynda húðfrumur sem er oftast það sem fólk hefur ofnæmi fyrir. Það eru hinsvegar til hundategundir sem framleiða minni húðfrumur en aðrir. Þetta eru hundar sem hafa einfaldan hárfeld. Það eru því ákveðnar hundategurndir sem er mælt með fyrir fólk sem hefur hundaofnæmi. Einnig eru til kattategundir sem mælt er með fyrir þá sem hafa kattarofnæmi. Það eru kettir sem hafa lítin sem engan feld.
Atriði hér fyrir ofna fannst hjá þessum heimildurm:
Almennt um ofnæmi: http://www.doktor.is/index.php?option=com_d-greinar&do=view_grein&id_grein=4353
Upplýsingar um ofnæmi fyrir dýrum: http://www.humanesociety.org/animals/resources/tips/allergies_pets.html
Ofnæmi fyrir hundum einnig listi yfir tegundir sem mælt er með fyrir fólk með ofnæmi: http://www.hvuttar.net/?h=6864&g=148
Upplýsingar um ofnæmi fyrir dýrum: http://www.netdoctor.co.uk/health_advice/facts/allergypets.htm
Bloggar | 23.2.2010 | 13:48 (breytt kl. 13:53) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Kreppan hér á landi hefur ef til vill hamlað sölu á hundum eins og allt annað en þó er alltaf til fólk sem vill eignast hunda hvort sem efnahagsástand sé slæmt eða ekki. Hins vega vegna kreppu er mikilvægt að koma upplýsingum að framfærir hvað þarf að hafa í huga þegar á að kaupa sér hund. Fólk heldur kannski að hundaverksmiðjur(puppy mills) er eitthvað sem gerist bara í útlöndum og er sýnt hjá Opruh. Það þarf þó ekki að fara langt til að finna svoleiðis og hafa nokkrir hundaræktendur hér á landi verið bendlaðir við þannig starfsemi. En það er eitthvað sem verður ekki fullyrt hér. Ég ætla bara að benda á nokkur atriði sem er MJÖG mikilvægt að vita þegar er verið að kaupa eða selja hund.
Munur á Hundaverksmiðjum og Ábyrgum ræktendum.
Hundaverksmiðjur
Er starfsemi þar sem hvolpar eru hugsaðir aðalega sem söluvara en ekki gæludýr. Tíkur eru oft setar í afmarkað umhverfi þar sem lítil eða jafnvel enginn samskipti eru fylgst með þeim. Hundarnir eru ,,framleiddir í tuga vís og er því alltaf framboð á hvolpum alltaf til staðar. Lítið er um lækniseftirlit á svona stað sem gerir það að verkum að hundarnir eru hugsamlega mjög veikir þegar þeim er komið til nýs eiganda. Ræktendur á svona stað eru sama sinnis hvernig heimili hundarnir fá svo lengi sem þeim er greitt fyrir þá. Tíkurnar eru gerðar hvolpafullar eins oft og þær geta svo þær eru stundum að gjóta nokkru sinnum á ári. Oft eru vinsælar tegundir notaðar í svona starfsemi. Svona ræktendur eru einnig oft með fleira en eina tegundir. Hundaverksmiðjur hafa stundum hvolpa á lægra verði en ábyrgir ræltendur því að þeir eru með svo marga í einu.
Ábyrgir ræktendur
Hafa fáa tegundir oftast bara eina sem þeir hafa mikinn áhuga á að rækta. Hafa tíkurnar og hvolpana innan um fjölskyldufólk. Eru bara með nokkur got á löngu tímabili. Vilja að hvolparnir komist á gott heimili og hafa áhuga á framtíðarplön verðandi eiganda um hundinn (t.d. hvort þeir ætli að senda hundinn í sýningar eða ekki). Hafa reglulgegar lækniskoðanir hjá bæði tíkunum og hvolpunum.
Verð á hundum
Verð af hundum fer eftir því hvort hundur sé hreinræktaður eða ekki. Hreinræktaðir hundar eru oftast dýrir og er verð á þeim á bilinu 150-300kr stundum meira eða minna, það fer eftir tegundum. Sumar tegundir eru mjög sjálgæfar á Íslandi og er því ekki skrítið að þær séu kannski dýrir. Það er dýrt að viðhalda hvolpum og þeir eru líka mjög tímafrekir. Blendingar eru oftast ekki eins dýrir og er þeir stundum gefnir gefins. Það er samt ekki ósangjarnt að rukka fólk fyrir blendinga því að hvolpaviðhald er ekki ókeypis, það þarf að kaupa mat og svoleiðis. Sumir vilja meina að það sé ákveðinn snobbskapur að verða að setja hreinræktaða hunda fram fyrir blendinga sem eru oftast eða aldrei verri en hreinræktaðir. En hreinræktaðir hundar eru ræktaðir þannig að ákveðnir einginleika tegundinar ,t.d. útlit, stærð og skapferli, haldist milli ættliða. Þeir eru dýrari því að það er mikill metnaður í ræktun þeirra og passað að þeir blandist ekki við aðrar tegundir. Aðeins hreinræktaðir hundar geta sótt hundasýningar og því eru þeir dýrari en blendingar.
Hundar nú til dags eru seldir á mjög háu verði. Því eru sumir sem líta á hunda sem vöru sem hægt er að græða á. Þannig skapast hundaverksmiðjur sem eru gerðar til þess að unga út eins mörgum hvolpum sem hægt er við minnsta kostnað og selja svo á háu verði. Því miður gerist stundum að fólk er seldir gallaðir hundar og eru því búnir að eyða miklum peningum í kannski mjög veikan hund. Þetta gerist stundum afþví að fólk veit ekki aðmennilega hvaða hundar eiga að kosta og hvað ber að varast við hundakaup. Einnig ber að varast fólk sem tekur hunda gefins og selur svo hundana sem hreinræktaða í gróðursskyni. Það er aldrei hægt að ábyrgjast að hundur verði helbrigður eða skapgóður þegar hann er seldur hvort frá ábyrgum ræktenda eða hvolpaverksmiðjum. En eftir farandi atriði skal ávallt hafa í huga þegar fólk er í hundaleit.
Ég vil benda á að eftirfarandi atriðinn sem eru hér fyrir neðan eru ekki endilega ástæður til að taka hundinn ekki eða að hundurinn sé ekki þess virði að taka. Þetta eru bara ábendingar til að stuðla að réttlætu verði á hundum og að hundurin sé ekki bara afleiðing græðgis heldur afleiðings ást og umhyggju góðs ræktanda.
Þetta er það sem þarf að hafa í huga þegar þú fær þér hund hvort það sé blendingur eða hreinræktaður:
1. Aldrei kaupa hund nema þú ert búinn að hitta hundinn áður: Þó að myndir segja þúsund orð geta þau ekki sagt þér hvernig hundurinn hegða sér í kringum þig eða annað fólk. Því er mjög mikilvægt að hitta hundinn áður en þú tekur.
2. Fáðu og hittu heimkyni hundsins: Það er mikilvægt að ef þú færð þér hvolp að fá að hitta mömmuna hvort að hún sé ekki í góðu ástandi og vel farið um hana. Ef hvolpaverksmiðjur er um að ræða þá eru tíkurnar mjög oft í slæmu ásekomulagi, því hún er bara hugsuð til fjölgunar en ekki sem gæludýr. Stundum eru foreldrarnir ekki til staðar t.d. þegar fólk er búið að kaupa hundin en þarf að láta hann frá sér, þá er mikilvægt að spurja um aðstæður hvolpsins þegar hann var tekinn frá upprunalegu heimilinu. Einnig afhverju það er verið að selja hundinn aftur.
3. Spurðu eins mikið af spurningum: t.d. hvernig skapferli foreldrarnir hafa, hvort foreldrarnir hafa einhverja sjúkdóma eða erðagalla. Hvernig skapferli hundurinn sjálfur hefur. Hvað finnst honum skemmtilegt og hvað finnst honum ekki gott. Góðir hundaeigendur vita mikið um hundinn sjálfan. Sérstaklega hvolpa því að þeir eru mjög tímafrekir og þarf alltaf að fylgjast með þeim.
4. Skoðaðu hundin vel áður en þú tekur hann. Best væri að hundurinn sé búinn að fara í læknisskoðun áður en þú færð hann. Ábyrgir hundaeigendur gera það oftast.
5. Hundar eiga að vera skráðir þegar þeir eru 4 mánaða. Því er mikilvægt að spurja hvort að hundurinn sé skráður áður en þið fáið hann.
6. Vertu tilbúinn : Þetta á eignilega að vera regla númer 1. Það er mjög mikilvægt að þú sért tilbúinn að taka við hund. Þetta er mjög mikil skuldbinding bæði hvað varðar tíma og peninga. Lækniskoðun, hundaskráning og matur kostar pening eins og allt annað. Þegar hundur kemur inn á nýtt heimili í fyrsta skipti kann kann ekki alltaf húsreglunar strax. Þú þarft að eyða miklum tíma með hundinum þínum þegar þú færð hann fyrst. Til að kenna honum hvar hann á að vera og líka til að kynnast eiganda sínum og nýrri fjölskyldu. Því er gott að fá hundinn í byrjun helgar eða á sumrin eða bara á þeim tíma þar sem þú hefur tíman til að gefa hundinum þínum óskipta athyggli til að byrja með.
Það er mjög mikilvægt að hafa þessi atriði í huga þegar er verið að kaupa hreinræktaðan hund.
1. Vertu búinn að kynna þér tegundinna vel áður en þú kaupir hundinn sérstaklega þegar kemur að ættargöllum.
2. Vertu viss um að þú fáir ættarbók. Ef hundurinn er hreinræktaður en ekki með ættarbók hefuru ástæðu til þess að vafast um hvort að hundurinn sé í raun og veru hreinræktaður. Þá er kannski verið að reyna að svíkja þig. Hundar sem hafa ekki ættarbók geta ekki sótt hundasýningar, sem er með með stærstu ástæðunum afhverju hreinræktaðir hundar eru dýrari en blendingar.
3. Hugaðu að heilsufari hundsins. Vertu viss um að hundurinn sé búinn að fara í læknisskoðun áður en þú færð hann. Eða að fá að vita hvort að foreldrar séu með ættargalla sem eru algengir hjá eftir farandi tegund. Oft eru hreinræktaðir hundar með ákveðna ættargalla sem eru mis algengir milli tegunda.
4. Fáðu að vita fyrir fram hvaða hundaræktunarfélag ættarbókin kemur frá og kynntu þér vel hundaræktunarfélagið. Það eru til þrjú hundaræktunarfélög á Íslandi Hríf, Íshundar og Rex. Mismunadni félög bjóða upp á mismunandi fríðindi og eru reglur um tegunaræktun mismunandi. Ekki eru allir hreinræktaðir hundar leyfðir á allar sýningar.
5. Fáður að skoða ættarbókinna: Það hefur gerts hérlendis að hvolpaseljendur gefi kaupandanum heimatilbúna ættarbók sem eru kannski ekki samþykktar því er mikilvægt að fá að skoða bókina og vera viss um að allt sé í feldu.
Það er ekki mér að komið að dæma fólk ef það vill kaupa hunda sem koma frá hvolpaverksmiðjum því að í sjálfu sér er það ekki ólöglegt. Oft vill fólk kaupa hundana á ódýrasta verðinu og er ekki verra fyrir vikið. Hvolparnir sem koma frá hvolpaverksmiðjum er sumir mjög heilbrigðir og skemmtilegir hvolpar. Hins vegar vil ég frekar eignast hvolps sem hefur fengið ástúlega og skynsamlegt uppeldi þar sem mömmunar eru í góðu ásikomulagi og mjög hamingjusamar. Ef þið kaupið hvolpa frá hvolpaverksmiðju eru þið að stuðla að svoleiðis starfsemi þar sem græðgi er oft fremst á fara broddi.
Það hefur verið vitað að hvolpar sem umgangast fólk á meðan þeir eru að vaxa. Og eru knúsaðir og kjassaðir alveg síðan þeir komu í heimin. Hafa betri samskypti við menn en þeir hvolpar sem lítil afskipti er með á meðan þeir vaxa.
Ef þið hafið áhuga á að kaupa hreinræktaðan hund eða blending er gott að hafa samband við dýralæknir því að þeir hafa oftast vitneskju um verðandi got. Þeir vita einnig um góða ræktendur. Það er einnig hægt að finna hunda sem eru auglýstir í blaði eða á netinu. Ég vil þó benda fólki á að hafa varana á því það er alltaf fólk til sem vill bara græða og hefur ekki dýrinnu fyrir bestu. Best er náttúrlega að þekkja ræktendan persónulega.
Ég vil benda á fólki sem ætlar að kaupa sér hreinræktaðan hund að kynna sér starfsemi hundaræktunar félagna sem hundarir eru skráðir í. Mörgum er sama um hvort hundurinn þeirra er leyfður eða ekki á hundasýningar og skiptir það þá kannski engu máli sem er svo sem ekkert að því. Ég vil bara benda á það að megin ástæða að hreinræktaðir hundar séu svona dýrir er vegna þess að það er hægt að senda þá í hundasýningu. Ef þeir eru ekki með leyfi til að fara í hundasýningar þá eru kannski verið að setja of hátt verð á hundinn. En þó er önnur ástæða afhverju hreinræktaðir hundar eru svo dýrir er vegna þess að lítð er um tegundinna á þessu landi og er því ekki óeðlilegt að þeir eru dýrir ef mikið eftirspurn er af tegundinni en fá dýr til að gefa.
Hundaræktunar félög sem starfa á Íslandi.
Hríf (Hundaræktarfélag Íslands, www.hrif.is ) hefur aðild að FCI (http://www.fci.be/ ) sem er alþjóðasamtök hundaræktenda og er starfandi í 82 löndum en aðeins eitt félag í einu landi hefur rétt á að starfa undir FCI nafninu. Hrif er einnig undir samtökunum NKU en það er samtök norræna hundaræktenda. Hríf viðurkenna ekki ættbækur frá Íshundum eða Rex
Íshundar (www.ishundar.is ) hefur aðild að UCI (http://www.uci-ev.de/english_site/index_en.htm) en það á aðilda félög í nokkrum löndum þ.e. 30 löndum þar með Íslandi. Íshundar viðurkenna ættbækur frá Hríf en ekki Rex.
Rex (www.rexhundar.is ) hefur aðild að félaginu AVDH-UCI (http://www.avdh-uci.de/ ) sem eru alþjóðleg reghlífarsamtök hundafélaga í Þýskalandi. En þetta félag hefur starfsemi í 14 löndum þar með Íslandi. Viðurkenna ættbækur frá bæði Íshundum og Hríf.
Bloggar | 22.2.2010 | 22:19 (breytt kl. 22:31) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)